21.12.04

Ég hef oft og gjarnan huxað henni J.K. Rowling þegjandi þörfina undanfarna mánuði og ár fyrir að láta mann alltaf bíða lengur og lengur eftir næstu Harry Potter bók. Biðin virðist vera á enda í þetta skiptið, hún er búin að skrifa bókina og senda hana til útgefenda sem ætla að segja mönnum í dag hvenær hún kemur út.

Ég er mjög hamingjusöm. Þetta bjargaði alveg þessum annars dimmasta degi ársins.

(Örskömmu síðar)

Og svo kemur hún ekki fyrr en í JÚLÍ!!! Komm on!

Engin ummæli: