16.12.04

Það var náttúrulega ljóst, áður en ég flutti í dásamlegu íbúðina mína, að kannski yrði ég þar ekki sérstaklega lengi. Var náttúrulega þegar búin að leggja drög að huxanlegri stækkun á fjölskyldunni, og það um tvo frekar en einn. (Þar á ég við Rannsóknarskipið og Smábátinn, svona til að enginn misskilningur fari nú á kreik.)

Og það verður að viðurkennast að ég var farin að huxa til þess með hálfgerðum hryllingi að þurfa huxanlega í fyrirsjáanlegri framtíð að flytja búferlum úr dásamlega hanabjálkanum mínum sem brakar í í einhverja drapplitaða blokk í úthverfi með ferköntuðum gluggum og baðkari í staðlaðri stærð.

En í gær herti ég loxins upp hugann og gáði hvað er þarna úti. Bara svona til að vita það. Og er rórra. Á meðan svona piparkökuhús eru að laumast um á markaðnum annað slagið þá hlýtur að verða hægt að finna eitthvað skemmtilegt í fyrirsjáanlegu framtíðinni líka.

Engin ummæli: