26.1.05

Jeij! Ætla til Akureyrar á morgun! Og verður það mikil gleði.
Vænti þess að geta heimsótt hana Rannveigu mína á fæðingardeildina þar, þar sem hún dvelur í góðu yfirlæti (vona ég) með flunkunýja barninu sínu sem reyndist vera drengur, öllum að óvörum. Best að færa þeim eitthvað blátt.

Nýr prentari er að flytja inn á skrifstofuna mína. Viðbúnaður er slíkur að halda mætti að við Vilborg værum líka eignast erfingja. Komum allavega til með að sýna hann af jafnmiklu stolti næstu daga og slíkur væri.

Og í morgun hringdi maður á skrifstofuna sem kallaði mig "heillin". Það er gott orð. Næstum jafn indælt og "gæskan".

Síðan ég hlustaði á fólk kveða rímur í gær er ég búin að vera að reyna að rifja upp rímurnar um ómennin sem hún Jonna hóf Sálir Jónanna á um árið:

Hann var flár og fjöllyndur
firða rétt ei virti
orðljótur og önugur
ei um vinsemd hirti.


er það eina sem ég man. Þetta voru allt skemmtilegar rímur
Man einhver meira? Ég man að ein endaði á: ...var oft seinn á fætur.

3 ummæli:

Varríus sagði...

Ekkert hafð'af ágætum
aulinn til að bera.
Hvinnskur þótti kotungum
karlinn löngum vera

Hann var .....
löngum sýnt um þrætur.
Verk hans töldu virðar smá,
var oft seinn á fætur.

Sigga Lára sagði...

Hann var... latur lífs við... (stjá?)

Varríus sagði...

Genau!