9.11.05

Ojts

Læknirinn segir að við séum með veiru. Og hún sé lennngi að fara. (Nó sjitt?)

Og nú liggjum við öll í hrúgu. Smábátur veiktist í gærkvöldi, Rannsóknarskip var óþægur í gær og er allur niðursleginn í dag, og ég ætlaði að fara í vinnuna í morgun, þangað til ég leit í spegil. Sá eini sem ekki kennir sér meins er Kafbátur, en hann er víst gífurlega vel varinn fyrir öllu. Honum leiðist hins vegar herfilega, sparkar og potar og vill að ég hreyfi mig meira með hann.

Verð nú samt eitthvað að reyna að þjónusta sjúklingana mína í dag og halda litla æfingu á einþáttunginum mínum í kvöld. Og vinna á morgun, hvað sem það kostar.

En við erum ekki orðin neitt smá hundleið á þessu.
Foj!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Almáttugur ég hlýt að hafa smitað þig af húsasóttinni þegar ég heimsótti þig þarna um daginn. Elsku láttu þér batna!!!