16.12.05

"Svo þú ert svona blessunarlega á þig komin..."

Sagði dómkirkjuprestur við mig um síðustu helgi. Hefðum við ekki verið stödd í kirkjunni miðri með söfnuðinn allt í kring hefði ég nú sjálfsagt tjáð mig aðeins, á kjarngóðri íslensku, um mitt álit á blessunarlegheitum þess. Held sé að verða útséð um að ég botni í rómantíkinni við Ástandið.

Er hreyfihamlaðri en elsta ættmóðir mín. Bara tímaspursmál um hvenær ég fer að þurfa aðstoð við klósettferðir og sjálfsþrif. Úgh. Þurfti að hryggja Smábát með því að komast ekki að sjá leikritið sem hann var að leika í í skólanum sínum í morgun. En þar sem hann er með eindæmum dásamlegt barn þá færði hann mér bara jurtaseyði úr Nornabúðinni í eftimiðdaginn, og hunang með. Til að mér batnaði í bakinu. Hann Kafbátur má nú aldeilis standa sig vel frá fæðingu ef hann ætlar í einhverja samkeppni við barnið sem fyrir er á heimilinu í yndislegheitum.

Enda von á góðu þegar heimilisfaðirinn er svona mikill hvers manns hugljúfi og fyrirmynd mannkyns í einu og öllu. Nú get ég bara ekki sagt fleira fallegt í dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ésús hvað ég vorkenni þér ógeðslega. Það er Andstyggilegt að vera ólétt!! Og best þegar börnin eru orðin tíu ára. ÞAngað til.....
Og þó.. þau eru æðisleg reyndar. En ég væri bara til í að einhver rétti mér þau sisona í fangið en ég þyrfti ekki að ganga með þau því að það er það hræðilegasta sem ég lendi í ... aftur og aftur..