26.6.05

Þá er

loxins búið að slíta Hátíð. Allir farnir til síns heima eða eitthvurt annað, nema ég sem er komin í sumarfrí og er um kjurt í herbúðum Rannsóknarskips og Smábáts. Og ég verð að viðurkenna algert bensínleysi.

Get þó ekki látið hjá líða að óska brúðhjónum gærdaxins innilega til hamingju, ekki það að þau sjái þetta, hugurinn væntanlega kominn með þau hálfa, ef ekki alla, leið til Rómar.

Held að hátíðin hafi heppnast vel í flesta staði, annars eru nú sennilega flestir betur til þess fallnir en ég að segja nánar frá því. Ég takmarkaði leikhússókn við stykkir sem ég átti eftir að sjá, djammaði hreint ekkert, en gæti hins vegar lýst því í nokkuð nákvæmum smáatriðum hvernig upplýsingamiðstöð hátíðar leit út að innan.

Veit núna hvernig síðasta hátíð gat endað í svona miklu blakkáti hjá mér, huxa að þessi geri það bara líka. Rextur upplýsingarmiðstöðvar er bara ekki meira spennandi en það. Hins vegar var náttúrulega frekar spennandi hvað síminn minn hringdi mikið þessa daga. Það var bara næstum eins og ég væri vinsæl!

Er búin að strengja þess mörg og hátíðleg heit að næst þegar ég verð á leiklistarhátíð ætla ég þvílíkt að leika mér að drekka mig blindfulla á hverju kvöldi og grenja og gubba í hárið á mér.

En nú er ég komin í sumarfrí, og góða veðrið komið norður og austur, þar sem það á að vera næstu vikur. Fer austur með flotann á þriðjudaxkvöld. Jibbíkóla!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða brúðhjónum??? Er þatta að verða fimmáralegur viðburður??

Gummi Erlings sagði...

Þú stóðst þig eins og algjör fokkings hetja! En jú, þín var verulega og sárt saknað á djamminu.

fangor sagði...

ég er að huxa mér til hreyfings austur á land. hlakka til að sjá ykkur öll saman.

Nafnlaus sagði...

HALLÓÓÓ!!! Hvaða brúðhjón?? Hverjir giftu sig? Ég er að DREPAST úr forvitni!!!

Þórunn Gréta sagði...

Brúðhjónin heita Berglind og Markús, kæra Ylfa... skiptir víst ekki máli hvort það er ég eða Sigga Lára sem svörum spurningum fólk í ljósi þess að við ku vera eins. En Sigga Lára, takk fyrir samveruna á lokadegi skóla og hátíð, heilsaðu öllum heima sem þú heldur að gangist við mér.

Sigga Lára sagði...

Og þau giftu sig ekki á hátíðinni. Ég bara missti af brúðkaupinu þeirra þar sem þau giftu sig annars staðar á meðan ég var að halda hana.