21.1.06

+8

Já, honum Godoti leiðist ekki Jóðlífið. Fer að sækja um fyrir hann sem ævifélaga í Allt of langt gengið.

Nú er hann orðinn vatsberi. Talsvert loftkenndari og óútreiknanlegri persónuleiki þannig að nú fyrst er ómögulegt að segja upp á hverju hann tekur... Kannski líklegri til að verða kvenkyns sem því nemur?

Og hann missti af stórskemmtilegum fótboltaleik í dag. Rannsóknarskip fór með mig í langan bíltúr með holum og hraðahindrunum í dag til að reyna að láta hann ná leiknum á morgun. Ekki lítur það nú út fyrir að ætla að hrífa neitt.

Annars hefði þessi helgi nú verið hin ákjósanlegasta. Smábátur í láni hjá ýmsum ættingjum og við bara hérna tvö að dingla okkur, bæði komin í þýðifrí og hefðum ekkert betra að gera en að skreppa aðeins uppá fæðingardeild. En Kafbátur GO er greinilega þegar farinn að þróa með sér hegðunarveilur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja þetta er orðið eins og sagan endalausal... Kannski verður búin til sápuópera um konuna sem var alltaf ólétt.

Nafnlaus sagði...

Hvort hljómar betur Goddi eða Dotti -bara svona sem möguleg gælunöfn.
Var ég búin að segja þér að á sínum tíma var ég ólétt í rúmlega 10 1/2 mánuð - samkvæmt útreikningum vísindanna. En ég vissi alltaf betur...svona innst inni.

Sigga Lára sagði...

Hih. Það er hughreystandi. Ég er hins vegar búin að vera ólétt í nákvæmilega 41 viku og 2 daga, og ber bæði mér og vísindunum saman um það.

Og ég er eiginlega að fyllast vísindalegum áhuga á því hversu lengi ég myndi ganga með, ef ég yrði ekki gangsett í vikunni... Ekki samt nógu miklum áhuga til að láta á reyna...