23.4.06

Komin heim

Ynnnndislegt að vera kominn heim til sín.

Var samt dásamlegt í ferðalaginu og dekrað við okkur um allt land. Fjölskylda Rannsóknarskips hélt okkur stórveislu í gær og var þar etið, drukkið og haft gaman.

Ær Smábáts í Brekku í Eyjafjarðarsveit, hún Sokka bar tveimur vænum afkvæmum á meðan við vorum eystra, fjáreigandi nefndi þau Depil og Gyðu. Þannig að Freigátan (og þar með amma-Freigáta) eiga nú nöfnu í norðlensku fjárhúsi.

Freigátan lærði líka að hlæja fyrir norðan, allri fjölskyldunni til gífurlegrar gleði, kátínu og lotningar. Okkur finnst öllum nefnilega allt sem hún gerir vera svo þrælmerkilegt.

Og við mæðgur byrjum í mömmujóga í fyrramálið. Hlökkum til.

Og nú þarf ég bráðum að fara að setja inn myndir. Alveg bráðum. Jájá.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Það er ærin ástæða að fagna að vori, til hamingju með lífið...