26.5.06

Fynd gerðist

Þannig var að ég þurfti að fletta upp í bæklingi með Jólaævintýrisdiski Hugleix, til að botna í skilaboðum sem ég var að fá að handan. (Þ.e.a.s., handan Volgu, þar sem Hamarshópurinn úr Hugleik er.) Að sjálfsögðu gerir maður ekki svoleiðis án þess að fá einhvern Bibbskan hroða á heilann. Og því var það að þegar ég var að skipta á Freigátunni fór ég að raula Víkivakann úr Jólaævintýrinu. Skipti engum togum að Freigátan ætlaði að sleppa sér úr kæti. Rifjaðist þá upp fyrir mér að þetta var uppáhaldslagið hennar þegar hún var Kafbátur. Og hún er greinilega ekki búin að gleyma því.

Mikið er annars góð lykt úti. Við löbbuðum í kringum tjörnina. Það var blautt. En gaman.

Og svakalega hlakka ég til þegar kosningarnar verða búnar, svo það verði einhverntíma eitthvað annað en skoðanakannanir í fréttunum.

Engin ummæli: