8.5.06

Lovely!

Mikið hryllilega svakalega er nú gott að vera hætt að vera einstæð móðir. Allir einstæðir foreldrar eiga alla mína samúð, enn meira en áður. Uppeldi er algjörlega tveggja manna verk. Þokkalega.

Jóga í morgun var sama snilldin og venjulega. Í dag fékk ég að sofa í tvo tíma eftir hádegi á meðan Rannsóknarskip passaði Freigátu. (Sem var reyndar líka sofandi.) Og svo eru núna alveg þrír til að skiptast á um að halda á litla klumpi. Það munar nú slatta um það!

Og svo er það hann Hugleikur. Hann er með tónlistardaxkrá í Þjóðleikhúskjallaranum á morgun. Rannsóknarskip syngur, uððitað. Amma Smábáts ætlar að koma og passa börnin til að ég geti farið að sjá. Hún og Smábátur fá svo að fara á fimmtudag.

Og það er komið brjálað sumar! Jeij!

3 ummæli:

fangor sagði...

húrra fyrir frekari sólbruna á pallinum þínum í sumar...!

Berglind Rós sagði...

Oh, ég hef örugglega bara rétt misst af að mæta þér í jóganu, verð að mæta aðeins fyrr næst!

Magnús sagði...

Alltaf skemmtilegt að sjá Hitchcock-tilvitnanir í fyrirsögnum.