22.6.06

Þriðja barnið!

Haha. Nú halda náttlega allir að ég sé að koma með einhverja tilkynningu. En það er ég ekki. Heldur er það þannig að við Rannsóknarskip erum með Lánsbát í þrjá daga. Þannig er að Systurskip Rannsóknarskips, hún Elísabet AE, þurfti að bregða sér í bæinn (ætlaði að heimsækja okkur, en það mistóxt...af því að við erum hér) með henni í för er eldri drengurinn hennar, en við fluttum inn til þess yngri á meðan. Til að passa hann. Nú hefur sumsé, í nokkra daga, einn fimm ára bæst í hópinn. Jájá, heilmikið að gera á misstóru heimili.

Annars erum við búin að vera alveg á skrilljón í sveitinni. Rannsóknarskip vasast í að henda kindunum af túninu ásamt bróður sínum og föður og Smábátur er að verða efni á ágætissmalastrák. Hef bara sjaldan séð barnið ólmast úti af annarri eins innlifun og stundum er ég bara ekki frá því að tölvuleikirnir séu hreint ekkert ofarlega í huganum. Já, það hafa öll börn gott af að komast aðeins út í sveit. Freigátunni leist nú ekki meira en svo á í fyrsta skipti sem heimalningur ætlaði að bíta í puttana á henni, en hún er farin að venjast þessu. Og er fljót að sofna úti. Getur líka dundað sér við að telja kindur.

Og mínir (sem eru ævinlega liðið sem er fjær) eru bara hreint ekkert að standa sig í HM-inu. Þangað til í dag. Áfram Ghana! Það er agalegt að vera búin að missa svona mikið af. Er hreint ekkert búin að læra riðlana, og nú er það of seint. Þannig að það hefði sennilega verið tímasóun. Nú höfum við enga Sýn hér í systurhúsum, en brúkum væntanlega tækifærið og heimsækjum Siffa bró, og verðum svo komin aftur í sveitina fyrir 16 liða úrslit.

Semsagt, gaman í okkar bekk. Nú er Lánsbátur sofnaður, Smábátur enn úti að djamma með föður sínum og Freigátan bandóþæg og er að láta svæfa sig í þriðja skiptið. Við erum alveg að gera hana snarruglaða með þessum þvælingi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að fá að knúsa ykkur smá, fyrst þið eruð á Akureyris!! Er ekki gráupplagt að skoða kaffihús í dag eða eitthvað??

Sigga Lára sagði...

Það væri ekki vitlaust. Svona eftir fjögur einhverntíma. Þá verðum við Gyða vaknaðar eftir laggninguna sem er að hefjast núna. Og lánsbátur kominn af leikskólanum.

Nafnlaus sagði...

Ok verð á Bláu könnunni upp úr fjögur, ok!