23.11.06

Ástandið

á heimilinu er þannig, að það er alveg sama hvað maður pakkar mikið í gamla húsinu, það er alltaf jafnmikið eftir. Þannig að það er eins gott að nýja húsið er þeim töfrum gætt að það virðist endalaust komast meira í það. Það er allt einhvern veginn stærra en ég hélt.

Svo er Hugleikur að fara að klára að brasa í Hullhúsinu á sunnudag. Ef mönnum leiðist...

Svo er ég að brúka gamlahús til að æfa leikritið "Jólasveinar eru líka kynverur." Vilji menn skoða það nánar, þá verður það sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum, með öðru jólastöffi hjá Hugleik, þá 5. og 7. desember. Skemmtan sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Í nýjahúsi búa haugarnir. Ég hef ekki mikið mátt vera að því að skipuleggja í skápa og bókahillur. En það verður nú örugglega komið fyrir jól. Og aðventan byrjar seint í ár þannig að það er ekki orðið of seint að byggja aðventukransinn! Jeij!

Og nú langar mig ekki að gera neitt að viti, heldur bara skoða gluggatjöld á internetinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur.