Komin í vinnuna. Enn hálfhorug og veit fátt.
Veit þó það að íbúðin, hin nýja, ku eiga að vera orðin hin tómasta og langar mig mikið að druslast allavega eitthvað þangað uppeftir í dag, jafnvel með tusku.
Nú á maður víst alltaf að byrja að að flytja með brauð og eitthvað, svo alltaf verði nóg að bíta og brenna, (ætli hitt eigi þá að vera eldspítur) en þar sem ég nenni ekki að byrja á að láta mat mygla í nýju íbúðinni, (og á aldrei eld lengur) þá er ég að huxa um að byrja á að flytja með skúringagræjur og ákveða að það sé fyrir því að í híbýlum þessum verði ævinlega hreint og fínt. Algjörlega fyrirhafnarlaust. (Sem getur vel verið að verði vegna þess að til þess að komast fyrir þarna þurfum við að henda næstum öllu sem við eigum.)
Er líka búin að sjá notagildi þess að eiga í tvenn hús að venda í nóvember, undir lok mánaðarins huxa ég mér t.d. gott til glóðarinnar að æfa leikrit í stofunni sem þá verður búið að tæma. Leikritið sem ég er ekki enn farin að kasta í. Verð að fara að komast í það. (Ekki samt fyrr en horið hefur hopað frekar. Verð bara ringluð og örvæntingarfull af að huxa um það núna.)
Allavega, allir aðrir á heimilinu eru orðnir horlausir svo nú hlýtur bara að fara að koma að mér.
Snýt og snörl.
2.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Brauð og salt skal það vera - en það má líka vera innflutningsgjöf frá einhverjum - ef þú vilt panta. Það verður þá að vera það fyrsta sem viðkomandi færir ykkur
Skrifa ummæli