5.12.06

hmmm...

Annríkið gekk eitthvað aðeins í endurnýjun lífdaga og ég er með kvef öðrumegin.

En:

Jóladagskrá Hugleiks verður í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og fimmtudagskvöld.
Veri menn þar eða kallist ferkantar ella.
Ýmissa grasa mun kenna. Spánnýr jólasöngleikur eftir dr. Tótu, kynverulegir jólasveinar á brókinni, testósterónríkir jólaþættir, jötustuð og margt fleira.

Húsið opnar kl. 21.00
Kostar þúsundkall inn.

Allir velkomnir.

Nefndin.

7 ummæli:

Ásta sagði...

Dásamlega skemmtilega leikstýrt leikrit hjá þér. Takk fyrir mig.

Sigga Lára sagði...

Takkfyrir. :-) Það var líka hroðalega gaman að geraða.

Nafnlaus sagði...

ææææ hvað ég vildi að þið sýnduð þetta um helgina. Kemst því miður ekki nema að taka gemlingana með mér og þetta er fullseint að kveldi fyrir þá. Þannig að ég verð ferköntuð, en gangi ykkur vel - sýnist að þetta verði stórskemmtilegt eins og ykkar er von og vísa eða kvæði eða ferskeytla

Spunkhildur sagði...

Ég er ferköntuð þessa dagana, hvernig væri að taka þetta upp?

Sigga Lára sagði...

Það er reyndar gert, hvortsemer, en gæði upptakna eru nú gjarnan eins og þau eru...

Nafnlaus sagði...

oh... þið VERÐIÐ að koma í leikferð hingað vestur.
húsmóðirin

Nafnlaus sagði...

Leikferð til Frakklands.. er það ekki á döfinni??