21.7.06

Myndir

Þar sem Eva var svo væn að láta mig vita að bloggið mitt hefði ekki leiðinlegast neitt mikið síðan það fór að snúast mest um hnapphelduna og fjölskyldulífið, ætla ég að setja það sem henni finnst skemmtilegast. Myndir:


Þarna eru Smábátur, Freigáta og amma-Freigáta í veðrinu sem er búið að fylgja okkur næstum allt fríið.


Og núna rétt í þessu voru feðginin að horfa á golf í sjónvarpinu. (Og svona er hún farina að sitja vel.)

Meiri síðar. Er enn ekki búin að finna útúr að stofna albúm á internetinu. En verð að fara að...

Viðbót: Og örskömmu síðar fattaði hún hvernig vefalbúm virka. Og það er kominn linkur á slíkt heimilisins. Og meira að segja komnar nokkrar myndir. Ekki margar, en aðallega í möppuna sumar 06.

4 ummæli:

Svandís sagði...

Mér finnst bloggið þitt líka alltaf skemmtilegt og ég elska þegar þú setur inn myndir. Það er ekkert að því að blogga um fjölskylduna sína.

Sakna þín ljúfan mín.

Sigga Lára sagði...

Nei, sérstaklega ekki ef maður býr í útlöndum og hittir aldrei neinn. Þá mætti nú bara gera sérstaklega mikið af því. Ha, Svandís? ;-)

Gummi Erlings sagði...

Takk fyrir síðast og takk kærlega fyrir okkur. Egilsstaðir reyndust þegar upp var staðið geyma eina sólardaginn á ferðalaginu (fyrir utan Dalina, reyndar, en það var áður en ferðalagið byrjaði fyrir arvölu).

Spunkhildur sagði...

Ég elska þetta blogg.