17.9.06

Vinkonur

Hér koma nokkrar myndir úr félagslífi Freigátunnar.


Spjallað við Úlfhildi vinkonu. Huxanlega um mikilvægi skriðs.


Og í dag kom Vala vinkona í heimsókn...


...og það var spilað fjórhent á píanó.

Þetta eru ljóslega tónlistarsnillingar framtíðar. Þessar tilfæringar kættu óneitanlega skap feðranna, sem voru nýbúnir að horfa á sína menn gjalda afhroð.

Og talandi um feður, minn á sextuxafmæli í dag. Held hann hafi ekkert ætlað að halda uppá það og eyðir því sjálfsagt deginum í símanum. Til hamingju með það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dásamlegar myndir sem ég fékk reyndar forsýningu á,- gaman að því;-) knús til Gyðu og ykkar auðvitað!