Nú á degi heilags Valentínusar hef ég huxað mér að vera einstaklega rómantísk við Rannsóknarskipið mitt. Hann á það líka svo sannarlega skilið fyrir að vera hinn fullkomni eiginmaður og heimilisfaðir í hvívetna. Ég er enn að átta mig á heppni minni. Hún bara bestnar og bestnar.
Hitt er svo annað og verra mál að mig langar ógurlega mikið í hjartalaga súkkulaði. En það gengur alls ekki þar sem hins stranga og sjálfskipaða eftirjólamegrun lítur slíkt slikkerí óblíðum augum. Neysla þess er eiginlega alveg kolbönnuð.
En í tilefni dagsins held ég sé algjörlega viðeigandi að segja frá uppgötvun sem ég gerði í gær á rútínuferð um linkana mína. Hann Júllijúl, sem aldrei gerir neitt nema í ökkla eða eyra, er hættur að vera letibloggari og orðinn súper-páer-oftádag-bloggari. Og er að sjálfsögðu búinn að setja inn ýmislegt fallegt á Valentínusardaginn.
14.2.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli