6.3.07

Vorverkin

Við Freigátan þrifum svalirnar í dag. Ég spúlaði, hún sullaði. Það er komið vor í vesturbænum. Hún fékk að sigla um svalirnar og verða blaut og drullug upp fyrir haus. Það þótti ekkert smá stuð.

Og nú er hún farin að sofa, feðgar út í bæ að horfa á fótbolta, og ég þarf að prófarka eina mynd. Sem er eins gott þar sem þriðjudagar algjörlega sökka í sjónvarpinu.

Og að lokum getraun:
Mig langar í búðir í ýmsum dulargervum og vildi að það væri offissjéraklúbbur á Íslandi svo hægt væri að hafa þar hárkollukvöld. Og ég ætla í spennandi drykkjuleik næst þegar eru vetrarólympíuleikar.

Fyrstu seríu af hvaða sjónvarpsþáttum var ég að kaupa og er að horfa á?
(Hugsanlega veit þetta enginn nema Bára.)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

uuu ... ég man þetta nú ekki alveg. En mig rámar eitthvað í að hafa verið undrandi á að þú hafir ekki séð eitthvað af þessum þáttum áður. Rétt?

Svandís sagði...

Bara svona til að vera með í getrauninni þó svo ég hafi ekki hugmynd um hvað þú ert að tala þá giska ég á Ab Fab.