6.4.07

Afsakið hlé-ið

En það er bara búið að vera eitthvað svo mikið að gera hérna úti um allt land.

Það er verið að bíða eftir mér, ég á að fara að spila Risk við systkini mín og eiginmann, en áður en ég geri það get ég ekki látið hjá líða að setja hlekk á einstaklega merkilega manneskju sem sendi mér afmæliskveðju í kommenti. Þannig er nefnilega að á seytjánda afmælisdaginn minn eignaðist ég litla frænku. Hún heitir Guðný Ólafía Guðjónsdóttir og ólst upp á ættaróðali föður míns, Hænuvík við Patreksfjörð. Hugleikarar muna kannski eftir einþáttungnum Gegnumtrekk, sem var eftir mig og ömmu mína, sú amma er sameiginleg amma okkar Guðnýjar og bjó lengst af í Hænuvík. En þeim merka stað er Guðný einmitt með mynd af á blogginu sínu.

Hér bloggar Guðný, frænka mín, sem á næsta afmælisdegi okkar verður akkúrat helmingi yngri en ég.

Og nú fer ég að fjölmyrða fjölskylduna.

1 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Heyrðu, já, til hamingju með afmælið. Naumast hvað maður er seinn í þessu. Og vonandi tekst þér að hreinsa fjölskyldumeðlimina út af heimskortinu.