Nú erum við Freigátan (og Ofurlítil Duggan) að leggja af stað í okkar eigin næstum hringferð. Við ætlum allavega norður í dag, gistum sennilega hjá ömmunni í sveitinni og höldum svo áfram í austrið á morgun. Þar ætlum við að skemmta ömmu-Freigátu fram á næsta laugardag. Það verður nú mikil gleði, enda langt og mikill orðaforði síðan þær ömmgur hafa hist.
Míka kemur með. En ég veit ekki hvað ég nenni oft að tengja hann við alnetið. (Hinn kemur líka með svo kannski fá Ljótu Hálfvitarnir stöku pásu í þessari ferð.)
Íha.
19.8.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hmm... koma í heimsókn???? Djö væri nú gaman að hitta manneskjuna á bak við bloggið :o) meilið mitt er helga@hannyrdahornid.net :o)
Ætlarðu ekkert að koma við á Vestfjörðum í þessum túr? Nuntkcer, segir blogger
Sorrí, Hornafjörður og Bolungarvík verða því miður útundan í þetta sinn. Það er svona þegar skipuleggja þarf hitting á ömmur í norður og austur. Skipuleggst vonandi betur einhvernt tíma í framtíðinni.
Skrifa ummæli