8.7.08

Margt glepur

Jæja. Þá er maður kominn í "vinnuna". Loxins. Búið að vera mjög erfitt að hunska sér hingað niður í einangrunarklefann þó ekki hafi svo sem verið blíðunni fyrir að fara. Rannsóknarskip brá sér norður með Smábátinn á sunnudag svo ég var grasekkja (einu sinni enn) í rúman sólarhring. Svo er ég búin að klára að lesa Pál. (Ljóðin sem sett eru í þriðja "tímabil" bókarinnar nýútkomnu þykja mér fallegust, enda eru þar flest þeirra frægustu. Eitt og eitt er svo ágætt í þeim síðasta, þó þar sé líka talsverð sjálfsvorkunn yfir því að skáldið skuli eldast eins og aðrir menn. Kettlingavæl.)

Að Páli loknum tók ég síðan til við nýja bók sem Rannsóknarskip færði mér eftir írskan höfund sem ég held mikið upp á, Marian Keyes. Þetta er óvenjuþykk bók, meira að segja fyrir hana, og ég er algjörlega dottin íða og kem engu í verk.

En er þó loxins búin að mjaka mér hérna niður og er búin að lesa yfir alveg helling af stöffi í morgun. Ætla í framhaldinu að hringja smá og jafnvel skrifa eina ritfregn. (Um Pál.) (Sem fjallar bara um bókina og útgáfuna og huxanlega kveðskapinn en ekkert hvað mér, persónulega, finnst um hann, persónulega.) (Það segi ég bara hér, persónulega.)

Annars er mig farið að langa óskaplega að skreppa út um allar sveitir og firði og leika mér. En góða veðrið ætlar víst að láta bíða eftir sér fram á föstudag svo það borgar sig víst að vinna ærlega alla þessa viku. Er annars merkilega lítið stressuð yfir þessu blaði, þó ég sé að fara til útlanda eftir þrjár vikur og 6 daga! 
Vá hvað ég þarf að fara að kenna Hraðbátnum á pela...

Engin ummæli: