28.10.08

Hverjir eru hryðjuverkamenn?

Samkvæmt þessum fáránlega lista tjallanna eru allir í Kongó, Íran, Írak og Sýrlandi hryðjuverkamenn. Þess vegna eru viðskiptabönn á þessum löndum og helst enginn í þeim má fá að éta. Allavega ekki í boði engilsaxa.
Í dag virðast margir innrásaherir sem ráðast inn í lönd án þess að lýsa yfir stríði ekki vera hryðjuverkamenn. Þeir sem þar eru fyrir og reyna að verja hendur sínar eru það, hins vegar.

Er maklegt og réttvíst að einhver þjóð sé á þessum lista? Eru ungabörn í Búrma sjálfkrafa hryðjuverkamenn? Við skulu athuga að þessi listi, og þessi fáránlegu og mannréttindaþverbrjótanadi lög meððí, er samsettur af ómarktækum taglhnýtingum forsetafávita í Bandaríkjunum sem sagan á eftir að skoða við hliðina á Gogga fjórða í bresku konungasögunni. Í rauninni verið að hengja heilu þjóðirnar fyrir stjórnir þeirra. Svolítið eins og þegar Íslenska þjóðin á núna næstu öldina eða svo að vera að borga skuldasúpuna fyrir sofandahátt síðustu ríkisstjórnar og nokkra ævintýramenn. 

Það hvarflar ekki að mér að skrifa undir varnarlistann sem segir að Bjólfarnir séu ekki hryðjuverkamenn. Mér sýnist líka vera algjörlega tilviljunum háð hverjir eru "hryðjuverkamenn" í dag. Svolítið eins og hverjir voru "kommúnistar" í Bandaríkjum kalda stríðsins.

Og jafnvel maklegra að Íslendingar teljist til hryðjuverkamanna en margir aðrir. Vorum við ekki á Lista Viljugra Fávita í stærsta hryðjuverkinu í þessu kjaftæði öllu saman? Það sér nú ekki enn fyrir endann á því þó svo að fréttir af því að það sé verið að plaffa niður slatta af báðum hliðum falli algjörlega í skuggann af Kreppunni sem engan hefur drepið enn.

Í boði Dabba hryðjuverkakóngs ættum við öll að vera á þessum lista. Tvisvar.

Engin ummæli: