14.10.08

Jibbúleeer

Freigátan var skilin eftir í leikskólanum klukkan 10 í morgun. Og var hin hamingjusamasta með það. Búin að fara í heilmikinn "leik" inni, syngja og allskonar. Við Hraðbátur fórum bara í jóga eins og enginn væri morgundagurinn. (Hann reyndar frekar sybbinn, varð af morgunblundinum út af aðlögunarstuðinu á leikskólanum.) Ekki nóg með þetta. Ég heyrði í leikskólanum fyrir skemmstu. Unga daman svaf eins og steinn í hvíldinni. Ég lagði svo á og mælti um að hún fengi að sofa eins og hún vildi og ég sæki hana aftur klukkan hálfþrjú. Úr þessu varð semsagt næstum fullskipaður leikskóladagur, og verður væntanlega lengri á morgun. Hraðbátur sefur á sitt græna og ég ætti vitaskuldir að vera að læra.

Námskeiðið hjá honum Ingólfi í Spara í gær var mikil snilld. Og örugglega ennþá meiri fyrir þá sem sáu fram á eitthvað vesen varðandi erlend lán og allskyns. Hann gat gefið þeim voða góð ráð. Annars sagði hann mönnum að hafa ekki áhyggjur af þessari kreppu og að hún hefði engin áhrif á það sem hann predikaði. Nú kann ég sumsé að gera okkur ennþá efnaðri og auðugri en við erum nú þegar, með skuldauppgreiðslum og allskonar sparnaðaraðferðum, án þess að auka greiðslubirgði eða neitt. Mikill snillingur þessi maður og allt um það má lesa á spara.is. Hann hefur líka gefið út bók sem heitir eitthvað. Og hann tiltekur það svo sem ekki, en ég sé í þessu megrunarmöguleika í leiðinni. (Sem og reyndar kreppunni allrisaman.)

Bezt að reyna að lesa einn kafla um harmleiki áður en Hraðbátur fer aftur á skrið.

1 ummæli:

Siggadis sagði...

,,Þú átt helling af peningum - þarft bara að finna" þá held ég að bókin hans heiti :-)