Mikið ofboðslega hef ég nú geðveikislega enga trú á því að framsókn fari í þriggja flokka samstarf til vinstri eftir kosningar ef þeir ná meirihluta með sjöllum. Ég hugsa að þetta verði óskaplega einfaldar kosningar. Bara hægri eða vinstri. Ríkisstjórn samfó/vinstri eða sjalla/framsókn. Repúblik og Demókrat, eins og í Ammríkunni. Nema það komi upp sú stórfyndna staða að frjálslyndir verði í oddastöðu...
Og ef sjallar og framsókn halda áfram eftir kosningar, gerist þá þetta?
Þó ég sé reyndar öll í því að trúa öllu slæmu upp á framtíðina verði sú ríkisstjórn ofaná þá er ég ekki alveg trúuð á þennan "spámann" þeirra á Útvarpi Sögu. Týnt er til hvað hann á að hafa sagt rétt fyrir um... ekki hverju öðru hann hefur spáð. Og svo gúgglast hann ekki. Ég held nú helst að þetta sé bara Jóhannes í Bónus eða eitthvað.
Soldið skerí framtíðarsýn samt... Ætli maður drífi sig ekki úr landi næst þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst í ríkisstjórn. Svona til öryggis. Og ég ætla ekki einu sinni að segja lélega stuttbuxnastrákabrandarann að "sá síðasti slökkvi á eftir sér í Leifsstöð." Frjálshyggjufíflin verða væntanlega eftir. (Í götubardögum og dópi uppfyrir haus á framfæri IMF?)
Verði þeim að góðu, bara. Held það fari ágætlega um okkur hin hjá undanförum okkar í Manitoba.
19.2.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já sæll.
Ég held nefnilega að bændaflokkurinn verði nebblega soltið svona aftur heim í heiðardalinn með bændagildi að vopni...
Þessi grein á Útvarpi sögu er náttúrulega kostuleg. Er reyndar sammála þessu með olíuna, held það sé meiri olía á bílnum mínum en er á Drekasvæðinu. Ættum miklu frekar að veiða drekana og reyna að græða eitthvað á þeim.
Skrifa ummæli