5.3.09

Endureinkavæða bankana? Til hvers í andsk...?

Ég vil geta treyst því sem bankinn minn segir mér. Ég vil geta treyst honum fyrir peningunum mínum og til þess að veita mér ráðgjöf sem hefur mína hagsmuni í fyrirrúmi. Ég vil ekki að sá sem ég tala við hjá bankanum mínum hafi það að leiðarljósi hvernig hann eða yfirmaður hans geti grætt grilljónir í bónusa eða hvernig eigendur eða stjórnendur bankans geta notað peningana mína í enn eina glæsikerruna undir feita rassgatið á sér.
Ég vil að bankar séu opinberar stofnanir sem starfa í almannaþágu. Ekki spillingarapparöt sem frekjudallar og græðgispúkar geta skafið innanúr þangað til næfurþunn skurnin er ein eftir og hrynur svo í næstu golu á fjármálamarkaði.

Ég á ekki eitt einasta orð yfir því að menn skuli í fúlustu alvöru ætla að fara aftur út í þetta kjaftæði. Ef bankinn minn verður einkavæddur ætla ég með peningana mína annað.

Ég vil eiga ca. 1/320.000 í bankanum mínum.

Þeir sem vilja eiga banka eru of gráðugir til að þeim sé treystandi fyrir annarra manna peningum.

Engin ummæli: