Semsagt, þennan sem Helgi bakaði í Kastljósinu.
Semsagt, sem borgaði sér arð úr fyrirtæki með neikvætt eigið fé.
Semsagt, sem meira að segja ég, sem hef ekki einu sinni áhuga á fyrirtækjarekstri, veit að má ekki.
Semsagt, sem segist ekki hafa vitað að hann mætti ekki borga sér arð úr fyrirtæki með neikvætt eigið fé.
Hann er eitt af þrennu.
a) Að segja satt og því næstum óleyfilega vitlaus. Og finnst hann eiga að fá fyrirgefningu glæpanna þar sem hann vissi ekki hvað hann gjörði, þegar hann fékk sér 20 milljónir sem hann mátti ekki taka.
b) Að ljúga og þess vegna alveg fáránlega óheiðarlegur og svo algjörlega siðfatlaður að honum finnst hann eiga að komast upp með það vegna þess að aðrir hafa gert verra.
c) Sitt lítið af hvoru.
Látum nú alveg vera að hann hafi skafið innanúr fyrirtækinu sínu peninga sem voru ekki til. Það er alveg rétt hjá honum. Þetta eru ekki peningar miðað við það sem er búið að stela frá þjóðfélaginu. Og hann stal þeim frá sjálfum sér.
En á þessi gaur að ákveða hvað á að gera við rannsóknarskýrsluna? Maður sem er annaðhvort alveg sauðvitlaus eða snaróheiðarlegur eða hvorutveggja?
Er það virkilega hæfasta fólkið sem hið háa Alþingi hefur uppá að bjóða?
26.1.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli