19.1.10

Vald peninganna

Það er ekki hægt að "kjósa með fótunum".
Það er að segja, öllum sem ráða einhverju er sama hvar maður býr. Sérstaklega ef maður á enga peninga. En heimsyfirráð kýs maður hins vegar með peningunum sínum.

Er til dæmis allt í lagi að kaupa vörur sem framleiddar eru með barnaþrælkun, ef þær eru ódýrari? Og starfsfólkið í búðinni? Skiptir máli að það fái sæmilega borgað? Og eigandinn? Skiptir máli hvort hann virðist græða mikið eða lítið á búðinni? Hvort hann greiðir sjálfum sér bókhaldsupploginn arð á meðan hann heldur starfsmannakostnaði niðri með því að reka menn um leið og þeir eru búnir að vinna sig upp í sæmleg laun? Bara af því að það er ódýrara? Er í lagi að geyma peningana sína í banka sem mann grunar að sé í eigu glæpamanna, bjóði hann góð kjör?

Það hefur orðið leiðinlega augljóst nú eftir byltingu að fólkið sem við kjósum með atkvæðunum okkar ræður engu. Þeir sem eiga peningana (og þeir eru fáir) stjórna þjóðfélaginu og heiminum. Jón Ásgeir fær að halda öllum búðunum sínum. Bjögginn byggir gagnaver. Og enginn veit hverjir eiga endilega þessa banka eða hve mikið þeir hafa afskrifað af skuldum sjálfra sín. Og allt þetta lið er enn að eyða peningunum sem við við borgum með heilbrigðis og menntakerfinu um ófyrirsjáanlega framtíð. (Ísbjörg eða ekki. Hún er dropi í hafið við hliðina á grilljónunum sem fóru í bankana og "hurfu.")

Það er bara um eitt að ræða.
Svelta helvítin.
Hvað sem það kostar.

Já, og hætta svo að láta Icesave-kjaftæðið valda sundrung í þjóðfélaginu og leiða umræðuna frá því sem máli skiptir.

Byltingin lifi!

5 ummæli:

BerglindS sagði...

Ó. BTB segir í myndinni ,,Maybe I should have" að peningar hverfi, gufi upp, fari til peningahimna.

Gæti sagt margt um pistilinn þinn en held að dittó eigi alls staðar við.

Sigga Lára sagði...

BTB segir ekkert sem er annað en fávitalega heimskulegt í þeirri mynd.
Með ólíkindum að sá örviti hafi auðnast að verða stórglæpamaður.

BerglindS sagði...

Hann var einmitt líka spurður hvað hann vildi segja við það fólk á Íslandi sem segði hann glæpamann. Og farðu á myndina til að sjá hvernig hann svaraði. Ég lofa að hann fær ekki túskilding af aðgangseyrinum. - Varstu nokkuð í Háskólabíói í gær annars?

Sigga Lára sagði...

Nei. Heima með flensu. (Eins og reyndar líka í byltingarbyrjun fyrir ári síðan.)
Og ég var að rugla saman myndum. Það var sumsé Guð blessi Ísland sem hann sagði ekki orð af viti í.

En ég fer klárlega á Maybe I should have. Við fyrsta tækifæri.

BerglindS sagði...

Flensa plensa. Verst að þá þarftu að fara í Kringluna til að sjá myndina.