24.2.10

Refsivendir þrotabúanna?

Ég veit ekki hvað ég hef mikla trú á að einhvern tíma náist einhvers konar réttlæti yfir gróðærisfuglana. Ég held einhvernveginn að sérstakur saksóknari negli kannski einhverja smákrimma, en þeir stóru sleppa. Þeir gera það alltaf.

Mig langar ekkert sérstaklega að láta hengja þá eða flengja. En mig langar að sjá þá vel og rækilega gjalsdþrota. Helst búna að hella úr skattaskjólunum, á atvinnuleysisskrá eða í skítadjobbum, búandi í kjallaraíbúðum í Yrsufellinu, dragandi réttsvo fram lífið. Bara eins og venjulegt fólk.
Það er draumurinn.

Hingað til hef ég helst haft trú á að skattstjóri finni eitthvað á þá. Ekki einu sinni Al Capone slapp við skattinn...

En nú er maður að heyra af einum og einum skiptastjóra þrotabús sem lætur líklega. Þrotabú Baugs virðist ætla að vaða í Haga, ólíkt því sem aðrir kröfuhafar í þá virðast þora, og nú er Landsbankinn farinn að velgja fyrrum aðaleigendum og stjórnendum undir uggum.

Svo er ég að sjá í fréttunum að eignaflutningar yfir á eiginkonur hrunamanna verði riftanlegir talsvert aftur í tímann.

Alltaf líður manni nú ponkulítið vel þegar maður heyrir að eitthvað sé að mjakast.

Engin ummæli: