16.7.10

Smásaga

Ég (við Freigátuna yfir kókópuffsinu í sveitinni hjá ömmu í Eyjafirði): Eigum við að fara til Egilsstaða í dag?

Hún: Já, það vil ég gjarnan.

Mætti halda að hún væri að lesa Önnu í Grænuhlíð...

(Sem hún er ekki.)
(Hún er bara fjögurra ára.)

(Ég er hins vegar að frumlesa 5. bókina í Önnu í Grænuhlíð, Anne's House of Dreams, á frummálinu.)
(Og hún er ekkert svipuð því sem á að heita íslensk þýðing.)
(Það er alveg á hreinu að það þarf að þýða og gefa út Önnu í Grænuhlíð-bækunar, óstyttar á íslensku. Allar 8.)
(Og það er bara sú fyrsta sem heitir Anna í Grænuhlíð.)
(Hinar heita: Anne of Avonlea, Anne of the Island, Anne of Windy Poplars (hefur ekki komið út á íslensku) Anne's House of Dreams (kom út á íslensku, miiikið stytt, sem Anna í Grænuhlíð 4), Anne of Ingleside, Rainbow Walley og Rilla of Ingleside.)
(Þær eru ekki skrifaðar í krónólógískri röð og komu upphaflega út á árunum 1908 til 1939.)

(Já, ég er að spá í að þýða þær og skrifa margar leiðinlegar og lærðar greinar um málið.)

4 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Djöfull lýst mér vel á það...

Berglind Rós sagði...

Mér finnst þetta alveg mögnuð uppgötvun sem þú ert búin að gera, og botna bara ekkert í því að maður skuli ekki hafa vitað þetta fyrr. Ætli sé hægt að kaupa þær á Amazon?

Sigga Lára sagði...

Já. Meira að segja í box-setti með dásamlega fögrum kápumyndum, í kilju.

Svo hafa víst líka verið gerðir sjónvarpsþættir úr öllu saman, þeir fyrstu voru einmitt sýndir hér áttatíu og eitthvað. Og það er líka hægt að fá í box-setti.

Ég er alllveg að fara að gefast upp á að bíða eftir jólunum, og panta bara. ;)

AgnesVogler sagði...

Ég á bara ekki orð! Ótrúlegt alveg að þetta skuli vera til og óþýtt á íslensku. Þýddu, Sigga Lára, þýddu eins og vindurinn!