Í upphafi skólaárs er um að gera að skipuleggja aðeins.
Ég held ég sé til dæmis hætt að nenna að bíða eftir að einhver borgi mér fyrir doktorsrannsóknina mína um Pólitískt leikhús á Íslandi fyrir og eftir hrun. Ef marka má úthlutanir undanfarið þá er dæmið náttúrulega í fjársvelti og hugvísindi bara algjörlega útundan. Líklega vegna þess að þau eru ólíkleg til að leiða til söluvænlegrar uppgötvunar á vísindasviðinu.
Semsagt, fokkitt. Síðasta ár á námslánum samkvæmt 10 ára reglunni er runnið upp. Og því vissara að bretta upp ermar og skyrpa rækilega í lófa.
Undirrituð ætlar að:
Hætta alfarið að hanga á fréttamiðlum og fésbókinni í skólanum.
Brúka helst ekki internetið nema nauðsyn beri til.
Skrifa 150 blaðsíður í doktorsritgerðaruppkasti fyrir áramót. (Allan fyrirhruns-kaflann.)
Og síðast en ekki síst:
Stefna á að verja helvítið ekki síðar en vor 2012!
Mér fannst bara líklegra að þetta gerðist eins og ég er búin að ákveða ef ég lýsti því yfir opinberlega...
29.8.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Góð plön og vís =)
Skrifa ummæli