Eftir tveggja daga vinnuviku þar sem hinir dagarnir hafa farið í að vera heima með veik og geðvond börn, er mjög alvarlega gott að komast aftur í vinnuna. (Eða á ég að segja „vinnuna“? Það er náttúrulega enginn að borga mér neitt... en er það það sem skilgreinir hvað vinna er? Ég allavega vinn. Eða "vinn". Vottever.)
Allavega. Komin til bókahauganna minna og þarf að fara að rifja upp hvað ég var að hugsa, síðast þegar ég mátti að því. Og svo gera nokkrar smávægilegar breytingar á leikritinu sem enginn vill leika í, fyrir kvöldið.
Jógatónlistin er enn á eyrunum. Enda er ég ekki byrjuð að vinna. Bráðum slekk ég á henni og nýt þagnarinnar í alveg 8 tíma, með hádegishléi til líkamsræktar. Hvílíkar Dáááásemdir.
Annars er að koma að ákveðnu deddlæni. Í vikulokin (um mánaðamótin) var planið að vera komin með 50 blaðsíður af einhverju til að skila leiðbeinandanum mínum. Ég held þær séu nú bara svona rúmlega 30 núna. En mjög kompakt. Og með plássi fyrir slatta af lítt hugsuðu blaðri. Ég er mjög stolt af nýbakaða yrðingarammanum sem ég fann upp alveg sjálf. Er reyndar að hugsa um að breyta honum svo hann verði symmetrískari og rökréttari. En mér finnst hann mjög merkilegur og gæti alveg orðið mér til gríðarlegs frama... meðal strúktúralista, enívei.
Og svo skín sólin bara beint í skallann á manni!
Svona er að vinna í glerhúsi.
27.9.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli