10.11.10

Tíðkast nú hin stóru skærin...

Gnarr í fyrradag. Björk í gær. Hver ætli komi með grándbreik í dag?

Annars er ekki tími til að vera að fylgjast eitthvað með. Rignir verkefnum. Brjálað að gera. Ekki peningar í neinu, samt, sko. Svo merkilegt með það. Nema því að eiga börn. Við verðum alltaf jafnhissa þegar við fáum barnabætur. Reiknum aldrei með þeim, einhvernveginn.

En verkefnastaðan er nú samt þannig að það þarf að skipuleggja sig vel ef maður ætlar að ná klósettferðum og almennum lágmarksreglum um persónulegt hreinlæti. Svo er kannski spurning um að hætta að asnast til að drekka kaffi á leikæfingum á kvöldin, þannig að maður sofni einhverntíma fyrir eitthvað fáránlegt á nóttunni? Væri hreinasta gáfulegt bara.

Annars er ég að spá í að setja upp örstuttan einþáttung fyrir dagskrá sem ku eiga að eiga sér stað síðustu helgina í nóvember. Af því að það er nú svo lítið að gera. How hard can it be?

Altént er ég ekkert stressuð yfir neinu af þessu. Ætla að reyna að gera allt vel en ekkert að sparka í sjálfa mig fyrir að neitt sökki hjá mér. Þorvaldi Þorsteins tókst nefnilega að kenna mér, á fjórum helgum í október, að það væri asnalegt að láta svoleiðis. Pétur Tyrfingsson reyndar búinn að leggja grunninn að því mjög vel og vandlega á þunglyndis- og kvíðaröskunarnámskeiði í fyrra.

Það endar með því að ég hætti aðfara fram á að allt sem ég geri sé fullkomið!
Það væri nú gaman.
Sennilega bara fyrir alla.

Ókei. Póstdrama.

1 ummæli:

BerglindS sagði...

Óðinn? (Grándbreikið.) Ekki kannski sama kalíber, hmm.