Mér finnst þetta frábært.
Það slær ekkert "í gegn" á Íslandi í dag. Ekkert er að slá nein met. Allt sem er framleitt með það að augnmiði að "hitta" og framleitt fyrir steríótýpisma... jújú, fær alveg einhverja athygli, en ekki öll grilljón-skrilljón hittin/miðasöluna/aðsóknina sem það átti að fá. Skoðanakannanir eru flestar ómarktækar af því að helmingurinn vill ekki svara eða er óákveðinn. Og undarleg jaðarfyrirbæri sem menn búa til til að skemmta sjálfum sér fá allskonar athygli. Samt ekkert brjálað mikla. "Athyglin" dreifist bara meira. Eftir smekk. Sem er allskonar.
Auðvitað er meira krossnöldur en oft áður. En það er bara vegna þess að menn eru ekki lengur til í að láta selja sér skoðanir annarra heldur halda fast við sínar. Kannski endar með því að við lærum að virða skoðanir annarra. Og áttum okkur á því að allt er allskonar og rétt og rangt líklega ekki til. Það væri nú alveg svakaleg framför.
Mér finnst þetta lofa góðu. Þetta segir mér að menn séu eitthvað að róa sig í hjarðeðlinu. Fleiri eru til í að tékka á allskonar. Ég held að auglýsingaherferðir hljóti að vera farnar að missa aðeins marks. Kúl-faktorinn er ekki lengur jafn allsráðandi, þegar kemur að því að móta sér smekk. Ísland er ekki kúl. Ekki heldur heimurinn, neitt sérstaklega.
Var annars að horfa á þáttaröð sem heitir The Century of Self sem er hægt að sjá á Youtube. Fjallar um þróun PR-sins og auglýsinganna í heimi ofurneytandans.
Ansi hreint áhugavert.
18.3.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli