
(Eða eitthvað í þá áttina. Þýðing mín.)
Það er nefnilega það. Ljómandi gott spil í dag. Annars hef ég einmitt verið að hugsa um byggingametafórur. Mjög oft erum við ekki að byggja hús. En við látum eins og við séum að því. Einhverntíma, ca. 2008, sagði Baggalútur að ríkisstjórnin (þáverandi) hyggðist vinna á hruninu með útjöskuðum myndlíkingum. (Það var mjög fyndið. Þá vorum við líka alltaf úti á sjó hálfan fréttatímann.)
En svo erum við ekki nærri því alltaf að byggja hús þegar við látum eins og við séum að því. Við „leggjum grunninn“ að einhverju og næstum allt sem sagt er og gert „byggir á“ einhverju öðru. En þetta er alltsaman bull. Tíminn líður. Hann byggist ekki upp lórétt eins og hús. Og ef eitthvað er gert sem er ekkert endilega til að „byggja“ neitt á, er það verra? Að sama skapi, þó einhverju sé breytt, svona bara í skipulaginu, þá þýðir það ekki að það sé verið að „rífa niður“ eitt eða neitt. Ég held að byggingametafórurnar séu að drepa okkur...
Ég er að hugsa um að taka tilmælin „að hætta að stinga höfðinu í steininn“ bókstaflega og fara að taka eftir því hvernig og hvenær byggingalíkingar eru notaðar og athuga hvort þetta er kannski að skapa einhverja grundvallarskekkju í allri huxun.
Læt vita ef ég kemst að einhverju.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli