23.10.14

KveðjaNÓTT

Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur hljótt,
það hefur boðið góða nótt.


Hvíl í friði, elsku Inga Rósa Þórðardóttir.


2 ummæli:

Siggadis sagði...

Vá hvað þetta er fallegt!

Unknown sagði...

Sækja um fljótlegt og þægilegt lán til að borga reikninga og til að hefja nýjan fjármögnun verkefnum þínum á ódýrustu vexti 2%. Hafðu samband við okkur í dag með: elijahloanfirm@outlook.com með lánsfjárhæð sem þarf vegna þess að lágmarkslánið okkar er 1,000.00 að einhverju vali lánsfjárhæð.