20.10.03

Jæja, kæru vinir, nær og fjær, til sjávar og sveita,
þá er liðin hin hefðbundna "síðastahlegi fyrir frumsýningu" með tilheyrandi taugadrullu og langdvölum í Valaskjálf. Á fyrstu árum bakteríunnar notaði ég ævinlega þennan tíma í að endurtaka með sjálfri mér "aldrei aftur" í ýmsum tóntegundum. Nú orðið veit ég betur en að reyna að ljúga því að sjálfri mér, en er í staðinn farin að segja "næst ætla ég BARA að leika"... sem er trúlega BARA önnur sjálfsblekking.
Næsta helgi verður hins vegar alveg þrusu skemmtileg. Generalprufa á Gaukshreiðrinu er á fimmtudagskvöld, á föstudagsmorgun fer ég síðan í bæinn, á Bandalagið, nemendaskrá og fleiri fantaskemmtilega staði. Föstudags eftirmiðdagur og kvöld fer síðan væntanlega í að rifja upp hvernig kallinn minn lítur út, nema ég drífi þann hinn sama á frumsýningu hjá Stúdentaleikhúsinu, sem væri svosem ekki leiðinlegt. Á laugardegi kemur svo að tilgangi ferðarinnar, Örleikritahátíð í Borgarleikhúsinu. Þar ætla ég að vera leikkonunum mínum fræknu í "Sambekkingar" til halds og trausts. Hátíðin hefst klukkan 17.00 og stendur fram á kvöld. Miðapantanir held ég að séu í Borgó, annars eru örugglega upplýsingar um það hér.
Þar með er þessi ógurlega leikhúshelgi aldeilis ekki búin, á sunnudagsmorgni flýg ég aftur heim í heiðardalinn og spæni væntanlega tiltölulega beint upp í Valaskjálf hvar Gaukshreiðrið verður frumsýnt klukkann 17.00 þann dag. Svo verður standandi gleði fram eftir kvöldi.

Fréttir dagsins af veraldarvefnum eru annars þær helstar að hún Svandís mín sem ég gerði þá fíflsku að skilja eftir úti í Montpellier er aftur komin í samband við umheiminn og er það fantavel. Það dregur allavega úr líkum á því að maðurinn sem ég kynnti hana fyrir sé klikkaður hjólsagarmorðingi og búinn að grafa hana úti í garði. (Hihi. Vill til að hann Jonathan skilur ekki baun í íslensku þannig að um hann get ég bullað hverju sem ég sýnist.)
Hef annars stundum verð að hálfspá í að blogga líka á ensku fyrir úttlendingapakkið sem ég þekki... ég held bara að það sé ekki hálf glæta að ég nenni því.

Rokk on!

16.10.03

Kúlt!

pho
You are Form 0, Phoenix: The Eternal.

"And The Phoenix's cycle had reached
zenith, so he consumed himself in fire. He
emerged from his own ashes, to be forever
immortal."


Some examples of the Phoenix Form are Quetzalcoatl
(Aztec), Shiva (Indian), and Ra-Atum
(Egyptian).
The Phoenix is associated with the concept of life,
the number 0, and the element of fire.
His sign is the eclipsed sun.

As a member of Form 0, you are a determined
individual. You tend to keep your sense of
optomism, even through tough times and have a
positive outlook on most situations. You have
a way of looking at going through life as a
journey that you can constantly learn from.
Phoenixes are the best friends to have because
they cheer people up easily.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla

15.10.03

Plögg
Eins og hún Berglind minntist á í kommenti hérna einhversstaðar þá fórum við að sjá fantagóða leiksýningu fyrir stuttu. Kontrabassinn hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar er sumsé á fjölunum í Hafnarfjarðarleikhúsinu þessa dagana, þó svo að það sé nú hálfgerð leynisýning þar sem PR dæmið klikkaði víst eitthvað aðeins hjá þeim.
Allavega, hér er dómur Harðar Sigurðarsonar um sýninguna, hér er viðtal við aðstandendur, næsta sýning er á laugardagskvöldið og hér eru miðapantanasímar og nánari upplýsingar.
Drífa sig nú!
Auglýsi eftir
fleiri klukkutímum í sólarhringinn. Ef einhver þarf að drepa tíma í þessari viku eða næstu er hann vinsamlegast beðinn að gera það ekki, heldur senda hann hingað.
Er sest að í leikmyndinni og um það bil að verða jafn þrifin og... ákveðinn einstaklingur sem hefur stundum smíðað leikmyndir og gleymt að fara í bað...

13.10.03

Egilsstaðir eru að verða menningarpleis hið mesta.

Ég komst að þessari niðurstöðu á mjög áþreifanlegan hátt þegar ég rumskaði eitthvað á aðfaranótt laugardags (eins og gengur) við mikinn söng og gleðilæti á götum úti (eins og gerist jú stundum þegar er ball sem ég er ekki á). Til flutnings einhvers staðar var tekið lagið Vegbúinn (sem er ekki óalgengt þegar menn hafa drukkið af söngvatni) nema í þessu tilfelli var hann fluttur af hástemmdri barítónrödd með óperutilþrifum! Semsagt, hámenning svæðisins er farin að flæða yfir í eftirballafyllerí, hvað þá annað.
Næst verða menn líklega farnir að gera skúlptúra í partýum og böll í Valaskjálf verða kóreugraferuð í ballettstíl!

Leikfélagið hafði hins vegar endaskipti á þessu um helgina, menn brugðu sér í skítagallana, ljósameistari vor koma í heimsókn að sunnan og svo var byggð leikmynd. Eftir að hafa smoðið og ljósað eins og vindurinn alla helgina renndum við okkur á rassinum í gegnum allt heila klabbið í gærkvöldi með ljósum eftir því sem hægt var.
Það er ýmislegt komið... og fullt eftir... eins og gengur. Hálfur mánuður til stefnu og nú förum við líka að komast að því hvort við fáum að fara með okkar ágæta örleikrit á hátíðina í borgarleikhúsinu þann 25. Svo verður Gaukshreiðrið frumsýnt þann 26. og eftir það geta menn farið að eiga líf aftur.

Ég er að slást við að reyna að setja aftur inn hjá mér kommentakerfi. Kannski virkar það núna...

10.10.03

Bloggleti í gangi sem kemur til af kör nokkurri sem ég ákvað að leggjast í, alveg flöt, og vera alla vikuna. Er nokkurn veginn komin á lappir, að ég held, og ætla að reyna að halda mér þar.

Allir á Moggavefinn og kjósa allt sem Gunnar Björn og Karamellumyndin hans er tilnefnd til Eddunnar fyrir. Nú virkar víst ekki lengur "delete cookies" trixið sem Sverrir sonur minn kjaftaði frá í fyrra, þannig að við verðum víst að reyna að gera þetta löglega. Allavega, nú fer hver að verða síðastur.

Svo senda náttúrulega allir íslenska strauma til Þýskalands og litháska strauma til Skotlands um helgina! Mér til mikillar kætni er verið að opna fótboltapöbb á Egilsstöðum. Þóttu mér þetta mikil tíðindi og góð þar sem ég hef ekki aðgang að Stöð 2 eða Sýn neins staðar.
Svo sá ég auglýsinguna fyrir fyrirbærið.
Hún var á íslensku, ensku og ítölsku og staðinn á að opna með "strákakvöldi". Hrrmpfff...! Ekki þar fyrir að mér finnst arfagóð hugmynd að taka testósterónpakkið á svæðinu og loka það inni á einum stað, en á þeim stað finnst mér ekki sérstaklega aðlaðandi að dvelja. Sé fram á að fórna enska boltanum fram að áramótum.

Er annars búin að vera að berjast við að koma nýju kommentakerfi inn á þessa síðu, en gengur eitthvað ekki vel og ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera vitlaust.
Grrrrr....

6.10.03

...and the stupid award goes to...
...konunnar sem labbaði pollróleg inn á flugstöðina á Egilsstöðum á föstudagshádeginu en var óvart klukkutíma of sein í flugið sitt.
Já, mín fékk smá greindargliðnun á föstudaginn, kunni allt í einu ekki á klukku, með þeim afleiðingum að ég komst ekki í bæinn fyrr en á laugardagsmorgni, við mikinn fögnuð allra viðstaddra.

Náði þó erindinu, frumsýningu á Kontrabassanum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Gargandi snilld, enda á ferðinni ekki minni kanónur en Gunnar Björn, ofurleikstjóri sem er kannski alveg að fara að fá heilan haug af Eddum, og Halldór Magnússon sem er (þó ég segi sjálf frá) fokkíng snilldarleikari.
Flott sýning sem allir ættu að sjá.

Kommentakerfið er í einhverju veseni, laga það þegar ég nenni.