20.3.03

Jæja.
Þá er komið Blogg. Kominn tími til þar sem líf mitt er sem ævinlega fullt af endalausum straumi skemmtilegra og spennandi uppákoma sem alheimurinn má ómögulega missa af.
Núna er sumsé hafin að nýju búseta í föðurhúsum, vegna heilsukvilla, aumingjaháttar, og svínsins sem sparkaði mér síðast. (Fer á lista ásamt með mörrrrgum öðrum sem skal að sjálfsögðu steikja á teini á komandi dómsdegi.)
Hér á Egilsstöðum er náttúrulega spennandi mannlíf og stórbrotin náttúra, eins og allir vita sem lesið hafa túristabæklinga. Þeir sem vilja síðan vera neikvæðir geta síðan hins vegar sagt sem svo að hér sé andskotann ekkert mannlíf, enda allir vita náttúrulausir, en það fer trúlega bara eftir því hver horfir og hvaðan.
Ég er alltént búin að:
- Lesa Birtíng, eftir Voltaire, í þýðingu Halldórs Laxness, eins og sjá má á titli síðunnar.
- Fara nokkrum sinnum á Minjasafn Austurlands til að trufla Rannveigu nokkra Þórhallsdóttur og fleira gott fólk í vinnunni
- Hlusta á Eine Kleine Nachtmusic eftir Mozart tvö kvöld í röð þegar ekkert hefur verið í sjónvarpinu.
- Lesa ljóðabókina Skrafl eftir Tobba frá Klöpp og Lubba Klettaskáld og renna lauslega yfir nýjasta leirburð Huga Gutt.
- Hanga yfir ömmu minni og safnkonum á meðan þær skrá uppruna fornmuna sem er til á því heimili.
- Fara með Rannveigu og Finnum í skoðunarleiðandur út í sveit að skoða merkilegar kirkjur og torfbæi.
- Fara á Pizza 67 einu sinni og sjá Charles Ross og fleira fyndið fólk tjá sig með tilþrifum á bongótrommur og ýmis önnur hljóðfæri þannir að Gísli Bjarna kvartaði undan hávaða! (Maðurinn hefur nú engan tónlistarsmekk...)
- Fara í kaffi til Mæju, þarf að gera meira af því.

Semsagt, búið að vera bilað að gera hér á austurhjara og sér ekki fyrir endann á því.
Nú skulum við gá hvort þetta virkar.

Engin ummæli: