21.3.03

Og það virkaði!
Ásta bjó til þetta fína útlit og ég er búin að panta hjá henni kommentkerfi líka.
Annars, kannski skammarlegt að segja frá því, en ég er komin með algjört ógeð á þessu stríði í beinni sem er að vaða hérna yfir alla fjölmiðla þessa dagana. Það er rétt byrjað og mig er farið að langa mikið að hafa eitthvað annað í fréttunum. Er ekki líka frekar óviðeigandi að sýna beinar útsendingar frá því þegar er verið að sprengja fólk í tætlur? Ég bara spyr eins og fávís kona...
Hvernig væri svo að fara að afvopna Bush? Ég meina, ef fábjánar eiga ekki að eiga kjarnorkuvopn...
Ættum við að gefa honum 48 klukkutíma til að hypja sig úr landi?
Hillary Clinton í Hvíta Húsið! (Tíhí) Og Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisráðherra, og okkur Berglindi á þing! Áfram Keeeeellingar!

Engin ummæli: