Já, þetta er að verða frekar letilegt blogg, ég kenni alfarið um reykleysi í tölvuaðstöðunni í foreldrahúsum. Bloggleðin ágerist vonandi þegar ég verð komin með:
a) Almennilega tengingu (ekki 56k)
b) Tölvuaðstöðu sem er reykinga- og þar með kaffidrykkjuvæn, og ekki einhversstaðar niðri í kjallara þar sem maður nennir aldrei að fara og þaðan af síður að vera.
Var annars að bæta við í linkana einu snilldarbloggi, vona að það afi virkað, það er sumsé hann Toggi sem bloggar undir nafninu Varrius, en þetta er brilljant blogg fyrir áhugamenn um leiklist og aðra menningarstarfsemi, fullt af allskonar linkum og tilkynningum um allt mögulegt sem um er að vera auk skoðana bloggara á öllum fjandanum, en þær hefur téður margar.
Er í vinnunni. Lítið um að vera hér í dag af ýmsum ástæðum. Ætla að heimsækja Mæju í heimleiðinni og drekka besta kaffi í heimi við besta eldhúsborð í heimi. Verð ein heima um helgina þar sem foreldrarnir eru fyrir Westan í jarðarför. Held sumsé ekki kosningapartý, né heldur fer í slíkt þar sem stór skörð eru fyrir skjöldum víða og ýmsir eru ýmist nýjarðaðir eða bíða slíkrar þjónustu. Verð samt heima á kosningadag/kvöld/nótt og hef huxað mér að reyna að vaka eins lengi og ég get eftir úrslitum með aðstoð kaffis, ef einhverjir verða á svæðinu og hafa áhuga á slíku samsæti.
9.5.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli