13.5.03

Mér leiðist.
Þess vegna hef ég huxað mér að svara nokkrum spurningum sem hafa legið eins og mara á þjóðinni í umþaðbil tíu ár.

Af hverju get ég ekki lifað eðlilegu lífi?
Svarið á eftir að koma mörgum á óvart. Eðlilegt líf er nefnilega ekki til! Það er ekkert eðlilegt við lífið. Vona að menn fari ekki á taugum við þessar upplýsingar.

Af hverju get ég ekki lifað bisnesslífi og keypt mér hús, bíl (húsbíl?) og íbúð?
Bissnesslíf? Er það ekki eitthvað svona í jakkafötum og drögtum? Ja, ég veit af hverju ég get það ekki, væri trúlega dauð úr leiðindum á fyrstu viku, sama hvað í boði væri.
Mér finnst vera lykilatriði hvort er verið að tala um hús og bíl, eða húsbíl. Mig langar nefnilega persónulega hvorki í hús eða bíl, en væri hins vegar alveg til í að eiga húsbíl og íbúð. Vöntun á þessum tilteknu lífsgæðum eru hins vegar tilkomin vegna fjarveru fjármuna sem aftur er tilkomin sökum áhugaleysis á téðu bissnesslífi. Alltsaman endalaus keðja orsakar og afleiðinga.

Af hverju get ég ekki gengið menntaveginn þangað til að ég æli?
Vegna þess að menntavegurinn er langur og grýttur forarslóði sem liggur ekkert nema til ómennsku og glötunar.

Af hverju get ég ekki gert neitt af viti?
Það er nú einhvern vegin þannig að það sem er "af viti" hljómar ekki skemmtilega nema einu sinni á umþaðbil þúsund ára fresti og alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegra við líf sitt.

Af hverju fæddist ég lúser?
Trúlega genin. Það er ekki enn búið að einangra lúsersgenið.

Af hverju er lífið svona ömurlegt?
Þeir hanna það þannig til að bögga mann. Því ræður skepnuskapur almættis og örlaga.

Ætli það sé skárra í Zimbabwe?
Nei.

Af hverju var ég fullur á virkum degi?
Það virtist bara vera góð hugmynd á þeim tíma...

Af hverju mætti ég ekki í tíma?
Af því að "ég" var fullur.

Af hverju get ég ekki byrjað í íþróttum og hlaupið um eins og asni?
Af því að íþróttir eru fyrir plebba og heilalaus útlits- og samkeppnisdýrkandi viðrini.

Af hverju get ég ekki verið jafn hamingjusamur og Sigga og Grétar í Stjórninni?
Vegna þess að til þess þarf maður að vera glaður aumingi. "Ignorance is Bliss".

Ef einhverjir fleiri (þ.e.a.s. fleiri en Jónas og Unnsteinn) hafa áhuga á að spyrja heimskulegra spurninga þá er ég hafsjór af jafnheimskulegum svörum.

Engin ummæli: