1.6.03

Ég bara verð að tjá mig um þessa dandalasumarblíðu sem sem leikur við Héraðsbúa þessa dagana.
Það er sumsé kalt, blautt og dimmt. Ég hef aldrei séð annað eins ógeð, þetta á að vera svona eins langt og veðurspáin nær. Þar að auki er ég sígarettulaus, þunn, þarf að vinna í allan dag, og var að fatta að ég þarf að vinna allar formúluhelgar í sumar.
Sumsé, alveg dragúldin. Vill einhver segja eitthvað skemmtilegt, plííís!?!

Engin ummæli: