24.7.03

Í dag gerist ekkert.
Í gær gerðist næstum ekkert og á morgun gerist trúlega alls ekki neitt. Ekki svo að skilja að mér leiðist. Mér finnst bara svo merkilegt þegar þetta gerist. Að margir dagar í röð eru næstum alveg eins.
Reyndar gerðist eitt í gær. Við Silla fórum fyrir hönd Leikfélags Fljótsdalshéraðs á fund bæjarstjóra en hann vildi eitthvað ræða við okkur um staðsetningu menningarhúss. Það ræddum við við hann með glöðu geði, enda finnst mér fátt skemmtilegra heldur en að rífa kjaft um menningarhús. Gamangaman. Fengum að búa til skriflegt álit sem kemur kannski til með að pirra Sigurjón Sighvatson pínu. En, það verður bara að hafa það, Leikfélagið getur ekki átt heima úti á Eiðum.
Papaball um helgina held ég að hafi verið þjóðsaga. Þá er það bara partýið hjá Ella frænda sem liggur fyrir. Geri mér miklar vonir um að það verði arfaskemmtilegt.
Annars er, ein og áður sagði, ekkert að gerast. Heimspekileg ró og æðruleysi svífur yfir vötnum...

Engin ummæli: