20.7.03

Lokaði mig inni um helgina og las Harry Potter 5. Það tók u.þ.b. 40 klst. með einhverjum svefnhléum. Mjög merkileg upplifun, en geðheilsan hangir á bláþræði. Eins gott að ég þarf að fara í vinnuna og hitta fólk á morgun, og alla daga fram að verslunarmannahelgi. Mér og minni geðheilsu er greinilega ekki treystandi fyrir fríhelgum.

Engin ummæli: