9.7.03

Neinei, bull og vitleysa.
Snorri Hergill og Sauðkindin eru búin að vera svaka dugleg og plögga sig sjálf útum allt. Mér skilst að Vaðbrekkuættin ætli að mæta, og þá erum við nú bara nokkuð góð með okkur.
Nú liggur bara fyrir að finna út hvar blessuð plakötin hafa endað í heiminum.
Semsagt, fyrir þá sem eru að leita að menningu/skemmtun hérnamegin á landinu á föstudagskvöldið:

SNORRI HERGILL OG FÉLAGAR
verða með uppistandið
SAUÐKINDIN
á Cafe Nielsen

Nánar auglýst um leið og ég er búin að sjá hvað stendur á þessum ágætu veggspjöldum.

Engin ummæli: