7.9.03

Góðir Íslendingar,
til hamingju með okkar menn í gær, það er ekki á hverjum degi sem maður er í alvörunni fúll yfir að liðið manns sigri ekki heimsmeistarana. Mikið djö... voru okkar menn flottir. (Fyrir þá sem ekki fylgjast með, þetta var um fótbolta...)

Eníhú, mikið að gerast, Leikfélagar ruddu sínu drasli út úr Valaskjálf í gær við undirleik sándtékks hjá Brimkló. Þótti mér það viðeigandi. Endurnýjaði örlítið gömul kynni við Kára nokkurn Waage, en það er einmitt hann sem er að fara að reka þetta ágæta félagsheimili. Já, heimurinn er pínkulítill. Ég endaði með því að nenna ekki á ball með Bó og félögum, eftir þessa ágætu upphitun, sjeim.

Í dag liggur fyrir að fara um héraðið og firðina og þefa uppi nokkra menningarviðburði og athuga hvort ég nenni að blaðra um þá í útvarpið. Stjórna síðan samlestri í kvöld af harðfylgi í fjarveru Odds Bjarna sem er enn eitthvað að potast í Reykjavík. Hexhex.

Engin ummæli: