9.9.03

Það kom að því...
...að nútíminn náði í skottið á mér. Ég er sumsé, einu sinni enn, komin með gsm síma. Er farin að undirbúa mig andlega undir að fá aldrei að vera í friði aftur. Verð trúlega von bráðar kominn inn í netsímaskrá Landsímans, hefi menn hug á að njósna upp þessu númeri. (Já, ég valdi að skipta við Landsímann. Mér finnst Skjár Einn nefnilega góð sjónvarpsstöð og er alveg til í að láta menn þaðan stela peningunum mínum ef þeir mögulega geta.)

Annars, góður lestur í gær. Geðsjúklingarnir mínir allir að verða mjög... já. Byrjum að æfa í Valaskjálf í kvöld og verðum sumsé á endanlegu sviði væntanlega nánast allar æfingar fram að frumsýningu! (Í fimm vikur!) Þvílíkur gargandi lúxus.

Engin ummæli: