21.10.03

Mig dreymdi
ógurlega fallega í nótt. Ég fékk sumsé bónorð, ekki var nú alveg á hreinu frá hverjum, enda var ég eiginlega ekki ég, eins og gengur í svona aðstæðum. Allavega, ég var ógurlega kát þegar ég vaknaði og hélt þetta hlyti nú að vera fyrir einhverju alveg sultugóðu og óð beint í draumaráðningabókina.
Neinei. Að dreyma bónorð er víst fyrir annaðhvort aukinni ábyrgð eða framhjáhaldi. Hmmmp...

Draumar eru semsagt tómt rugl.

Í kvöld
verður næstsíðasta skipti sem geðsjúklingarnir mínir hittast, fyrir augliti Freuds, án þess að hafa áhorfendur. Ég vona ógurlega mikið að hljóðkerfi og eitt og annað smávegis sé komið í lag og að Charles Ross sé aftur búinn að taka upp tónlistina í staðinn fyrir teipið sem kindin át.

Keeellingarnar mínar
sem ég er að fara með í Borgó um helgina eru líka að verða færar í flestan sjó og verða flottari og fyndnari með hverri æfingu. Þetta verður vonandi alltsaman dandalagott, nema hvað ég missi af kaffi og kökum hjá forsetanum á sunnudag, vegna frumsýningar hérna megin.
Það verður víst ekki á allt kosið í þessu lífi.

Engin ummæli: