6.12.03

Undur og stórmerki!
Fór á kaffihús eftir bókavöku í gærkvöldi, sem telst ekki sérstaklega til tíðinda. Við Lóa vorum hins vegar rétt sestar með bjórana okkar þegar allt fylltist af KONUM! Huxa sér kvenfólk úti að djamma á Egilsstöðum og fullt af því. Testósterónmengun sem hefur verið allsráðandi síðan í vor, víðsfjarri. Ég endaði með því að skemmta mér konunglega á fjórða bjór og koma mér upp þessari líka fínu þynnku fyrir daginn í dag. (Sem reyndist ekki sérstaklega góð hugmynd, held ég þurfi kannski að keyra bæði á Skriðuklaustur og Seyðisfjörð í dag...)

Endurlifa æskuna...
Svo er ég búin að vera að lesa bók sem heitir Sesselja Agnes. Þessa bók var ég og eitthvað af stelpunum með á heilanum svona um 12 ára aldurinn. Hún er ennþá algjör snilld, en eiginlega alls engin barnalesning. Ég er núna mjög montin af því að við höfum á barnsaldri haft gaman af bók sem er t.d. full af tilvitnunum í Schopenhauer....
Mikið svakaleg heilabörn höfum við verið.

Allavega, er að huxa um að fara ég veit ekki hvert og leita að ég veit ekki hverju...

Engin ummæli: