Ég er að lesa alveg ljómandi skemmtilega bók sem ég var svo sniðug að gefa sambýliskonu minni í jólagjöf. Hún heitir "Leiðbeiningar í ástarmálum", er eftir Ingimund gamla og maddömmu Tobbu og inniheldur pistla frá 1922-23. Skemmst frá því að segja að samkvæmt henni erum við Ásta kvenkostir hinir bestu. Við erum allavega ekki "lauslætisdrósir eða glæfrakvendi sem rápa um götur Reykjavíkur í karlmannaleit", slettum sjaldan dönsku né hrópum almáttugur í annarri hverri setningu.
Þessi bók er full af þjóðráðum. M.a. eigum við að baða líkama okkar reglulega og þvo hárið minnst einu sinni í mánuði. Ef karlmaður er síðan trúlofaður konu sem kann ekki að elda mat eða saum föt úr lérefti þá á hann að láta hana læra það áður en hann giftist henni. Góður eiginmaður á líka, þegar hann kemur heim úr vinnunni, að láta eins og hann hafi áhuga á því sem konan hefur að segja.
Sumt í þessari bók hljómar líka skemmtilega kunnuglega.
Eins og t.d. setningin:
"Til þess að vinna hylli kvenna er nauðsynlegt fyrir þig að kunna að dansa."
og
"Lagleg söngrödd er eitt af því sem konur veita athygli."
Já, Hugleikur stelur víða.
30.1.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli