15.1.04

Hitti prófessor Guðna.
Hann var voða alminilegur, sagði að ég væri dugleg stúlka, gaf mér péning, en sagði mér að fresta útskrift fram í júní. (Til þess að þetta verði almennilegt og allt það. Náttúrulega alveg rétt hjá honum.) Annars var hann svo illa meðvirkur að hann talaði um að "við" útskrifumst í júní og bjó til tímaplan fyrir mig þannig að ritgerðin verði örugglega búin þá. Búin að fara leiðindaferðina upp á nemendaskrá til að fresta, hjálpaði reyndar aðeins til að ég gat farið í sömu ferð upp á fræða-launadeild og sett þar blað svo ég fái peninga.
Útskrift verður semsagt ekki þann 28. febrúar heldur einhvern tíma í júní.
Æi, mér er svosem fokkíng sama.

Engin ummæli: